Aunty Bing Dao

Wednesday, February 14, 2007

Hafið þið einhvern tímann fengið áfengi í tíma frá kennaranum ?
Nei, en ég varð gjörsamlega kjaftstopp þegar kennarinn skellir líters flösku af íslensku brennivíni upp á kennsluborð ásamt 40 staupum og segir " ef þið ætlið að verða leiðsögumenn þá verðið þið að smakka íslenskt brennivín " Nú jæja já...maður slær nú ekki hendinni á móti áfengi, sérstaklega ekki í leiðinlegri kennslustund...sem varð svo allt í einu skemmtileg. Brennivínið smakkaðist jafn ílla og þegar ég var 14 ára að stelast í litlu brennivínsflöskurnar í skápnum hjá mömmu og pabba. Ég fékk eiginlega bara smá flash back, frá götufylleríi...hvíta golfinum...ofl.

Á Sunnudaginn byrja kínversku áramótin og af því tilefni er mér boðið í mat í kínverska sendiráðið á fimmtudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður fær tækifæri til að spreyta sig á kínverskunni, en ég verð samt að viðurkenna að hún er farin að dala ansi mikið. Ég er þó á leiðinni til Kína, nánar tiltekið Shang Hai, eftir rúman mánuð og vona ég að tungumálið rifjist eitthvað upp í þeirri ferð.

Nú og svo er stelpan á leiðinni til Frankfurt eftir 10 daga...bara helgarferð og Einar Rúnar kemur akkúrat heim eftir þá helgi :) Þá verða komnir um 2 mánuðir síðan ég sá hann síðast !

3 Comments:

At 10:21 AM, Anonymous Anonymous said...

Alltaf jafn fyndið þetta með litlu vatnsfylltu flöskurnar...
IJ

 
At 9:18 PM, Anonymous Anonymous said...

klassískt!
OV

 
At 6:38 PM, Anonymous Kristín said...

Dett stundum inná síðuna þína, alltaf gaman að fylgjast með Ölfusbúum ;-) Brennivín, Eldur og Ís, Finnlandia, Trópí og kraftgalli! Góðar minningar hehe

 

Post a Comment

<< Home