Aunty Bing Dao

Thursday, September 29, 2005

Eðlan sem býr í eldhúsinu er ekkert mjög vinsæl lengur...ekki hjá mér allavegana. Mér stóð svona nokkurnvegin á sama þegar hún hélt sig bara í eldhúsinu því að ég fer aldrei þangað inn. En núna er hún farin að hlaupa út um allt hús og frk Soffía á eftir henni með myndavél. Í gær lét hún Soffíu hlaupa upp og niður stigann á eftir sér...ég hefði viljað sjá það ;)

Fyrst við erum að fá virðulega gesti úr Ölfusinu á miðvikudaginn næsta, urðum við að láta þrífa hjá okkur íbúðina svo hægt sé að bjóða þeim í kaffi. Af einhverri ástæðu treystum við okkur ekki í að þrífa sjálfar (aldrei að vita hvað maður finnur í skápunum) þess vegna fáum við konu frá Filipseyjum til að gera það fyrir okkur.

Monday, September 26, 2005

Hvar er helvítis fjarstýringin

Við Soffía ætluðum sko aldeilis að vera latar í gærkvöldi og leggjast upp í sófa og horfa á DVD. Nei nei...fundum hvergi fjarstýringarnar. Komumst að þeirri niðurstöðu að leiðinlegi meðleigjandinn hafi líklegast falið þær svo við myndum ekki horfa á sjónvarpið hans sem er í stofunni okkar. Ég varð nú ekkert rosalega pirruð...bara soldið mikið.

Ég var rosalega dugleg að læra um helgina...bara nokkuð stolt af sjálfri mér. Ég kláraði næstum því ritgerðina um Suðurstrandarveginn...spennandi.

Svo er ég komin með nýjan Æ-pott ( i-pod ) ...ég ætlaði að fá mér 30GB photo...en æjæj..hann var ekki til...hvað þá ? Nú bara auðvitað 60GB photo !! Bara flottur...og það er ýmislegt nýtt á play lista Ingunnar þennan mánuð.

Sunday, September 25, 2005

Það voru settar nýjar reglur heima í gær...Alltaf að vera til Bjór í ísskápnum og hvítvín eða rauðvín...ég setti ekki þessar reglur samt !

Nú er ég alveg á fullu að undirbúa komu Íslendingana frá Hrauni. Tóta og Hannes og hjónin Kata og Smári koma eftir 10 daga. Ég þarf sem sagt að klára 3 litlar ritgerðir í Hóla skóla áður en þau koma. Þá get ég verið nokkuð áhyggjulaus yfir lærdómnum. Við ætlum svo að fara yfir til Hong Kong og Maccau í bakaleiðinni. Það er aldrei að vita nema Einar kíki á okkur í Hong Kong.

Það eru búnar að vera skemmtilegar þrumur og eldingar í allan dag, það er nú ekkert sérstaklega spennandi að þurfa að keyra um á vespunni sinni í þannig veðri.

Klukk

Soffía og Óli klukkuðu mig...ahhh...5 atriði já

1. ÉG kenndi Óla að hjóla !
2. Á það til að mismæla mig...samt ekkert svo oft.
3. Kann kínversku...ekki þú
4. Er ekkert sérstaklega hress yfir eðlunni sem býr í eldhúsinu mínu.
5. Mæli ekki með kínversku rauðvíni.

Ég ætla að klukka Bellu og Bínu Bombu.

Monday, September 19, 2005

Það er nú lítið sem kemur mér á óvart hér í Taiwan lengur en...

Soffía var sem sagt úti á svölum að reykja eitt kvöldið og öskrar svo á mig: "Það er maður að skíta á vörubílspallinn sinn " Já Soffía mín, velkomin til Taiwans. Aumingja kallinn átti nú örugglega ekki von á að það væri einn íslendingur fyrir ofan að horfa á. Auðvitað sóttum við myndavélina og tókum mynd af herlegheitunum...við ætlum samt að bíða aðeins með að sýna hana.

Saturday, September 17, 2005

Nú erum við sem sagt komnar til Taiwans. Við fluttum inn í íbúð með einum strák frá Kanada öðrum frá Nýja Sjálandi og stelpu frá Taiwan sem við höfum reyndar ekki hitt ennþá.

Okkur leist nú ekkert sérstaklega vel á þetta fyrst en núna erum við næstumþví búnar að koma okkur fyrir og strákarnir eru sjaldan heima þannig að þetta er allt í góðu.

Annar þeirra, Wyn, er soldið sérstakur, hann er svona kontrol frík, vill helst getað stjórnað öllu. T.d var blað uppi á vegg þegar við komum fyrst í íbúðina með skilaboðum til hinna meðleigjandanna um að þeir ættu að vera búin að gera hitt og þetta áður en að nýju stelpurnar kæmu og svo áttu þau að vera næs við okkur og að taka frá kvöldið til þess að drekka með okkur bjór. Daginn eftir var búið að taka niður blaðið.
Sama kvöld fór hann með mér, Soffíu og Justin út að borða. Hann komst að því að Justin er að leigja með stelpu sem heitir Asha nema hvað hann vissi ekki og veit ekki enn að Justin og Asha eru par. Allavegana fór Wyn að tala um hvað þessi stelpa væri flott og að hann væri nú alveg til í að komast yfir hana. Hann spurði Justin hvort hann gæti ekki reddað því fyrir hann. Justin var ekkert sérstaklega glaður og er Wyn ekkert í uppáhaldi hjá honum núna.

Soffía ákvað að skrá sig í skólann minn og læra smá kínversku líka. Að sjálfsögðu fékk hún nýtt kínverskt nafn frá kennurunum og mér. Það var ákveðið að kalla hana Zhang Bing Xin eða ef við þýðum það yfir á íslensku Zhang ís hjarta. Það hefur samt ekki sömu meiningu og í íslensku, kennarinn sagði að þetta væri mjög fallegt nafn.

Kata og Smári eru að gifta sig í dag...til hamingju elskurnar mínar, vildi að ég hefði getað verið með ykkur en vona að þið eigið góðan dag. Sjáumst svo í taiwan eftir 2 vikur ;)

Thursday, September 15, 2005

eg nenni ekki ad skrifa neitt nuna...veit ad tad er donaskapur en...ef tid viljid sma frettir ta getid tid lesid bloggid hennar soffiu...her
Annars er allt i godu :)

Tuesday, September 13, 2005

Er ekki timi til kominn ad skrifa sma

Nu erum vid Soffia staddar i Hong Kong og erum bunar ad afreka ymislegt. T.d vard farangurinn hennar Soffiu eftir i London en tad var bara allt ok tvi hun fekk tessa finu snyrtitosku i stadinn. Svo erum vid bunar ad villast mikid hlaupa a eftir straetisvognunum ofl. Vid skruppum i nudd, forum a markadinn, strondina, hofnina ofl ofl. Soffia segir ad eg se skipurlagsfrik en eg held ad tid hin sem tekkid mig vitid betur. Eg vidurkenni samt ad eg er buin ad glosa helling i lonely planet bokina mina svo eg muni ekki gera somu mistokin aftur.
A morgun fljugum vid svo til Taiwans og ta tekur alvaran vid aftur. Eg a t.d ad vera i profi a morgun i ferdamalafraedinni...en vid slaum tessu samt upp i kaeruleysi tar til a fimmtudaginn.