Aunty Bing Dao

Sunday, April 24, 2005


Þið ykkar sem ekki eruð búin að hlusta á þessa plötu ættuð strax að bæta henni við í safnið. Frábært band sem ég fæ að sjá í Belgíu í sumar :) Posted by Hello

Wednesday, April 20, 2005

Haha...skrapp út í búð áðan og það var kall sem horfði svo mikið á mig að hann labbaði á bíl...gott á hann ! Orðin hundleið á því að fólk stari á mig og skoði ofan í innkaupakörfuna mína.

En já....Þá er búið að ganga frá Leuven ferðinni...flugmiðarnir voru keyptir í dag og við erum komin með íbúð og miða á tónleikana. Grettir og Óli fljúga til Frankfurt og taka lest þaðan til Leuven 28. júní en ég ætla að leggja af stað 29 júní...fljúga til London og taka lest þaðan til Brussel og svo þaðan til Leuven. Ingvar kemur beint frá Ítalíu og hittir okkur í Leuven. Jibíííí...hlakka ekkert smá til :)

Annars er bara búið að vera þynnku dagur hér í Dong Bie í dag. Við erum búin að vera í fjögurra daga helgafríi og strákarnir kíktu í heimsókn í gærkveldi eftir vinnu og við enduðum uppi á þaki með rauðvín og kertaljós. Við vorum eiginlega að halda upp á afmælið hans Ingvars...til hamingju Ingvar minn...hvað ertu aftur gamall ?

Friday, April 15, 2005


Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta alveg þrusu góð mynd af mér. Dressið var keypt hjá Ernu Marlen í Eyjahrauninu sem var flottasta tískuvöruverslun Þorlákshafnar á sínum tíma. Posted by Hello

Wednesday, April 13, 2005

Ég áttaði mig á því í gær að það eru bara um 6 vikur þar til að ég kem heim aftur og mér finnst ég bara vera ný komin. En ef það eru bara 6 vikur þar til að ég kem heim þá eru bara aðrar 3 vikur þar til að við ( Óli,Silla, Ingvar og Grettir ) förum á Werchter...sem er auðvitað bara frábært. Það er búið að kaupa miða, bóka gistiheimili og svo er flugmiðinn næsta skref. Og fyrst það eru bara aðrar 3 vikur þar til að við förum á Werchter þá eru bara aðrar 2 vikur í að Einar komi heim.

Saturday, April 09, 2005

Í tilefni þess að sumarið er komið hér í Taiwan og að forsetinn fékk að fara í jarðaför páfanns ákvað ég að lífga aðeins upp á síðuna mína. Var ekki alveg að fíla kántrí stílinn

Monday, April 04, 2005

Hong Kong / Kína

Þá er ég komin til Hong Kong og bíð bara eftir því að komast heim. Ég fékk VÍSA í dag til Taiwans og gerði ég heiðarlega tilraun til þess fá flug heim í kvöld en það var allt uppbókað í allar vélar. Þannig að ég verð bara að vera hér í nótt á einhverju farfuglaheimili sem ég fann áðan. Einar var svo elskulegur að koma með mér til Hong Kong í morgun sem var mjög fínt því að ég svaf mjög lítið í nótt og þá er heilinn ekki alveg að virka nógu vel í svona stórborg. Við lentum einmitt á versta tíma í Hong Kong í morgun og það var frekar fyndið að fara með neðanjarðarlestinni kl 8.30 í morgun þegar allir voru á leið í vinnuna. Gjörsamlega STAPPAÐ og það lá við að það þurfti að ýta fólki inn svo enginn myndi klemmast á milli hurðanna.

Við áttum góðar stundir saman í Kína en ég verð mjög fegin þegar ég kemst aftur heim til Taichung. GuangZhou er ekki borg fyrir mig...mér finnst Einar algjör hetja að búa þarna. Allsstaðar stappað af fólki og allt svo subbulegt...þess vegna var gott að komast til Hong Kong sem er hreinasta stórborg sem ég hef komið í. Hvergi tyggjó klessur á götunum og allar byggingar hvít þveignar.

Jæja ég verð að finna mér eitthvað að gera til að dreifa tímanum...Einar var að fara og ég er strax farin að sakna hans. Veit ekki hvernig ég á að þrauka næstu 6-7 vikur án hans.
...stundum er erfitt að vera til !