Aunty Bing Dao

Sunday, November 21, 2004

Frábær helgi !

Helgin byrjaði þannig að við seldum Barónsstíg 18 á ásettu verði ! Soldið sárt en kanski á ég bara eftir að kaupa allt húsið seinna ;)
Jæja ég ákvað þá bara að skella mér í mollið að versla...endaði með frábær stigvél og nokkra CD... meðal annars þennan því að þessi hljómsveit mun alltaf mynna mig á Ingvar og Barónsstíginn. Já og talandi um það þá er ég loksins búin að fá nýja Interpol diskinn...hamingjusöm með það !
Á föstudagskvöldið fór ég með Chris að kenna einhverri kínverskri stelpu að spila á gítar...á heimleiðinni kíktum við á Farmhouse sem er hverfispöbbinn og fengum okkur nokkra öllara. Kynntumst nokkrum kínverskum köllum og einn þeirra endurtók sömu setninguna ca 50 sinnum um kvöldið " see you very happy " Kvöldið endaði þannig að við vorum búin að spila nokkur lög á barnum og eigandinn vildi endilega fá okkur til að spila í næstu viku fyrir 1100 kr á tímann á mann og frítt að drekka allt kvöldið !! Hann veit sko ekki hvað það þýðir... Hahaha þetta á sko ekki eftir að enda vel.
Jæja á laugardaginn fórum við Amanda niður í bæ á Vespunni hennar og kláruðum að versla jólagjafirnar á markaðinum. Við hefðum frekar átt að taka businn því að á heimleiðinni þurfti ég að halda á Ca 10 pokum sem voru fullir af jökkum, skóm og tekötlum ...frekar erfitt. Við komumst allavegana heilar heim að lokum og skelltum okkur svo beint með Robert, Gordon og Antonio á útitónleika í dong hai. Frekar slappar hljómsveitir en við fengum frítt að drekka.

Thursday, November 18, 2004

Ég vaknaði einstaklega pirruð í morgun...veit ekki alveg afhverju...kanski út af öllum prófunum sem við erum búin að vera í þessa vikuna og heilinn er orðinn steiktur af kínverskum táknum...kanski af því að ég er búin að fá svo mörg tilboð í íbúðina og ég verð að feisa það að ég sé að selja...kanski af því að hitinn er kominn niður í 20° og ég þurfti að fara í kalda sturtu... hver veit !
...en bekkjarfélagarnir gerðu allt sem þeir gátu til þess að hressa mig við...Chris hljóp út í kaffiteríu og náði í kaffi handa mér og Carolin ákvað að tala minna en Zhang kennari barði mig með priki því hún hélt að ég hefði læst hana úti...já alltaf fjör í skólanum.
...eftir hádegi ákvað ég að skella mér í nudd og reyna að slappa aðeins af. Þegar ég kom inn á nuddstofuna varð allt vitlaust...kerlingarnar hlupu um og öskruðu...TALAR EINHVER ENSKU HÉRNA !!!! Þær urðu svo frekar vandræðalegar þegar ég sagði þeim að ég gæti talað smá kínversku...

Tuesday, November 16, 2004

Nú væri ég til í að vera á íslandi...

Benny Crespo's Gang er komið i úrslit í The Global Battle of the Bands. Úrslitarkvöldið er miðvikudaginn 17. nov kl 19 í Hellinum Hólmaslóð 2 á Granda endilega farið að sjá litla frænda mæli hiklaust með þessu bandi...held að salurinn fái e-ð að ráða

Thursday, November 11, 2004

Ég er orðin rosaleg í kakkalakka veiðum...það er ótrúlegt hvað maður getur gert þegar maður hefur engann karlmann á heimilinu !
Einsi kom samt í heimsókn um daginn...en þá létu kakkalakkarnir ekki sjá sig !

...það eru komnar nýjar myndir í albúmið

Fór með stelpunum í hringferð í kringum landið í síðustu viku, það var frábært fórum á ströndina og ég varð auðvitað eins og epli í framan á eftir en núna er ég bara brún og sæt. Síðasta daginn leigðum við okkur vespur og fórum í dags ferðalag í kringum suðurhluta landsins...sem var bara snilld.

Í gær hringdi hótelstjórinn í mig og spurði mig hvort ég gæti flutt mig yfir í annað herbergi yfir helgina því að það væri allt upp bókað hjá þeim. Hann sagði að ég myndi fá miklu betra herbergi í staðin...svona VIP herbergi. Jújú mér leist nú bara þokkaleg vel á það...var samt ekki alveg að nenna að fara að flytja draslið mitt en ákvað nú bara að reyna vera næs og segja að þetta væri ekkert mál. Svo í morgun þegar ég átti að fara að flytja kemur hann til mín með skottið á milli lappanna og segir að það sé eitt sem hann þurfi að að segja mér um þetta herbergi...nú jæja það hlaut að vera eitthvað...það er á ganginum sem er verið að gera upp...þannig að öll herbergin á þeim gangi eru fokheld og allt er í drasli og steipu...en ég sveitastelpan úr Ölfusinu læt það nú ekki skemma fyrir mér helgina...bý semsagt núna í VIP herberginu umkringd steipu og kakkalökkum...skál fyrir því !