Aunty Bing Dao

Tuesday, December 14, 2004

Það er ótrúlegt hvað maður getur látið suma hluti pirrað sig
...nú er ég til dæmis hrikalega PIRRUÐ vegna þess að í hvert sinn sem ég ætla að fara í hotmail inboxið kemur einhver önnur síða upp og þessi sama síða nær alltaf að bora sig sem heimasíðan í tölvunni minni...ef það er einhver sem kann ráð við þessu vandamáli þá væri aðstoð vel þegin.
Annað atriði sem er að pirra mig...um daginn fór ég í hraðbanka og ætlaði að taka út´20.000 Nt (40.000 ísl ) til að borga vespuna mína en ég fékk aldrei peningin...hraðbankinn canselaði alltaf færslunni. En nú er búið að taka út 40. 000 ísl af vísa reikningnum mínum og aldrei sá ég þennan blessaða pening. Ég vona að starfsfólk Landsbankans í Þorlákshöfn nái að redda þessu vandamáli...allir á skrifstofunni í skólanum eru að reyna sitt besta.
Ég er sem sagt ekkert sérstaklega hress í dag... So vinur minn frá Tailandi hringdi í mig kl 09.55 í morgun og spurði hvort ég væri tilbúin....fock, fock, fock...ég steingleymdi að við áttum að fara að drekka te með rektornum kl 10...ég náði að klæða mig á 5 mínútum og við mættum sveitt og móð í tedrykkjuna. Rektorinn er frekar grimm kerling og ég er pottþétt á því að hún sé samkynhneigð...allir starfsmennirnir á skrifstofunni læddust í kringum hana og þau virtust öll vera frekar kúguð. Jæja en hvað með það hún gaf okkur fullt af drasli frá skólanum...penna, geisladisk, frímerki og kynningarbæklinga...sem meðal annars inniheldur lýsingu Einars á skólanum og landinu.
...4 dagar í heimferð :)

Thursday, December 09, 2004

Mig dreymdi í nótt að Kína væri að ráðast inn í Taiwan...þeir voru búnir að sprengja nokkrar byggingar áður en ég vaknaði...við stelpurnar skelltum okkur í seven eleven og keyptum upp allar vatnsbyrgðirnar þeirra en vorum svo ekki alveg vissar um hvað við ættum að gera næst.

Allavegana...það eru komnar nokkrar nýjar myndir í albúmið...meðal annars af vespunni minni og húsinu mínu ( hótelinu )

Jæja þá eru bara 9 dagar í heimferð...laugardaginn eftir viku legg ég af stað en mun stoppa í Bankok, Amsterdam og Kaupmannahöfn...ég næ að teygja úr mér á strikinu og við skulum vona að vísa kortið fái að finna fyrir því áður en ég lendi í Keflavík. 2. Febrúar mun ég svo fljúga til London..gisti þar eina nótt og fer svo til Sandnes í Noregi að heimsækja Svein,Bellu , Sigrúnu, Írisi og Atla 7. Febrúar fer ég svo til Hong Kong, jafnvel til Kína en líklegast til Tailands í viku með Einsa mínum. Skólinn byrjar svo aftur 21. febrúar
Hlakka til að sjá ykkur öll :)

Thursday, December 02, 2004

Fimmtudaginn í síðustu viku datt mér það snjallræði í hug að kaupa mér vespu ! Ég og Amanda skelltum okkur til næsta bifvélavirkja og 2 tímum seinna var mín farin að aka um götur Taichungs á nýrri ( notaðri ) vespu...þokkalega gaman !
Jæja helgin var þá tekin með trompi...við fórum '' snemma '' á fætur á laugardagsmorgun og ákváðum að skella okkur á vespunum okkar til Lukang sem er um 1,5 tíma akstur frá Taichung. Veronice átti að vera með leiðina á hreinu...hún sat aftan á hjá Amöndu og sá um kortið...en að sjálfsögðu vorum við villtar eftir um 30 mínútna akstur. Við komumst loksins á leiðarenda eftir um 3,5 tíma. Þegar við komum heim um kvöldið ákvað ég að skella mér niður í bæ að hitta strákana, Antoni, Grant og Robert , en það endaði auðvitað bara með bulli og var ég ekki komin heim fyrr en um kl 7 morgunin eftir.