Aunty Bing Dao

Sunday, December 18, 2005

Nú erum við Soffía á leiðinni heim. Við sitjum á Starbucks kaffi á flugvellinum í Taipei og rifjum upp bestu minningar síðustu þriggja mánaða. Þær eru margar og þær eru góðar...en kanski ekkert svo gáfulegar en bara snilld. Þessir 3 mánuðir eru búnir að vera stórkostlegir með henni Soffíu minni sem er í öllum fötunum sínum svo hún verði örugglega ekki með yfirvigt. Þú ert sæt :)

Friday, December 16, 2005

Ég á líka nýjan lítinn og örugglega sætan frænda :) :) :) :) . Hann fæddist kl 18.15 í gær 15. desember á íslenskum tíma...en kl 01.15 16. desember á tævönskum tíma, sem þýðir að ég hafi fengið hann í afmælisgjöf :)...er það ekki annars ? Hann mun allavegana alltaf fá pakka frá mér þann 16. desember.
...Sigga systir var sem sagt að eiga

Annars eru bara 2 dagar í að við leggjum af stað heim. Fyrst verður farið til Hong Kong svo til London þar sem stelpurnar ætla að eyða mánudeginum í að versla.
Hlakka til að sjá ykkur öll

Monday, December 12, 2005

Verður maður ekki að vera með

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og...
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!Þessir bloggleikir eru að slá í gegn...

Thursday, December 08, 2005

...og svo skulum við bara muna að BROSA

Wednesday, December 07, 2005

Árlegir Kráar Ólimpíuleikar í Taichung !

Næst síðasta helgin í Taichung og það var ágætlega tekið á því. Ingunn lét Antony plata sig út í að vera með í liðinu hans á Pub Olympics (Ólimpíuleikar pubbana) og sem sannur ölfusingur stóð stelpan sig með prýði. Við vorum 5 saman í liði og þurftum við að þeysast um alla borgina ásamt öðrum liðum og leysa ýmsar þrautir. Fyrsta var pílukast og stelpan var með næst hæðstu skorin...veit ekki hvort þetta var heppni en ég var nú bara nokkuð stolt ! Svo á næsta bar var peningakast...síðan barnabíla rallý, fótboltaspil, og bjórþamb...sem við gjörsamlega möluðum, þegar við vorum búin að drekka alla 5 bjórana voru margir enn á númer 2 ! Æfingabúðir í Belgíu síðasta sumar hjálpuðu mér líklegast eitthvað. Soffía stóð sig líka með prýði sem grúpp pía og öskraði hún Ölfus af og til, til að koma fólkinu í gírinn...
...nú eru bara 12 dagar í heimför