Aunty Bing Dao

Saturday, November 26, 2005

er þessi mynd ekki stolin ? Sjá hina

Friday, November 25, 2005

Ingunn heldur áfram að vera utan við sig !

Ég labbaði inn í kallaklefann í ræktinni í dag...það tók mig smá stund að átta mig á því hvar ég væri en þegar ég sá feitan allsberann kínverja að raka sig, hringdu einhverjar bjöllur í hausnum á mér og ég hrökklaðist skömmustulega út.
...það er alltaf fjör hjá Ingunni.

Thursday, November 24, 2005

Nýbúinn í Taiwan

Þetta er allt í lagi... þetta var bara útlendingur, sagði maðurinn við konuna sína þegar hann var næstum því búinn að keyra mig niður í gær.

Ég skellti mér í heita pottinn eftir ræktina í dag, þar voru nokkrar góðar tævanskar kjaftakellingar staddar. Greinilega vel efnaðar konur sem höfðu ekkert annað við tímann að gera en að hanga í ræktinni allan daginn og slúðra. Ein þeirra kunni einhverja ensku og varð endilega að sýna sig fyrir vinkonunum með því að spjalla aðeins við mig. Hún sagðist hafa farið til Danmerkur einu sinni og á flugvellinum sá hún Íslenskan hermann...rosalega myndalegur...ég vildi nú ekki gera lítið úr konunni fyrir framan fínu vinkonur hennar þannig að eina commentið sem kom frá mér var...já íslensku hermennirnir eru voðalega myndarlegir.

Sunday, November 20, 2005

Ég og Chris skelltum okkur í sund í gærkvöldi sem er kanski ekki frá sögu færandi nema þegar Ingunn kemur upp úr hafði tappinn á hársprey brúsanum ekki verið nógu vel skrúfaður á svo það var allt á floti í töskunni og að sjálfsögðu allt vel klístrað...stelpan tók þessu nú öllu með ró enda átti hún kalda hvítvínsflösku sem beið þess að vera drukkin eftir sundið. Jæja og svo þegar ég kem fram á gang stendur Chris þar á nærbuxunum með þennan líka stóra undrunar svip og segir að það hafi einhver stolið gallabuxunum hans með húslyklunum og lyklunum af vespunni hans líka!!! Það var ekkert annað hægt að gera en að fara heim á nærbuxunum en þar sem að meðleigjendurnir hans voru á ferðalagi urðum við að brjótast inn í húsið...aumingja Chris þurfti að príla upp á þak á næríunum og allir grannarnir að horfa á þessa vitlausu útlendinga. Chris finnur auka lykla af hjólinu sínu og þegar við ætluðum að fara aftur og sækja hjólið hans fattaði ég að ég hafði gleymt sléttujárninu mínu í sundlauginni... ég bruna auðvitað af stað út í sundlaug og fattaði þegar ég steig af hjólinu mínu að ég hafði gleymt Chris !!! HOW STUPID CAN YOU BE ?
Svo í dag skrapp ég í mollið og keypti mér þessa líka fínu adidas peysu en þegar ég kem heim fattaði ég að ég var ekki með pokan með mér !
Gæti verið að ég sé komin með Alzhimer light ?

Belgía 2005


























Þá er ég loksins búin að setja inn myndirnar mínar frá rokkhátíðinni í Belgíu síðasta sumar...albúmið hans Grettis er ekki stelpu proved þannig að ég gafst fljótlega upp á því að setja myndirnar þar inn en hér eru þær þá.

Tuesday, November 15, 2005

Skilti fyrir framan sundlaugina okkar.


Hann hefur verið algjör snillingur sá sem þýddi þetta skilti.

Og talandi um þýðingar þá hef ég verið að lesa kínverskt blað um Ísland og fleirri staði í norður evrópu svona til að auka orðaforðann. Það er æðislegt hvernig íslenskir staðir fá ný nöfn. Til dæmis er Reykjavík á kínversku lei ke ya wei ke...að sjálfsögðu vantar rétta tóna hér. Svo er það Seljarlandsfoss...sai li ya lan pu bu og Eyjafjallajökull...ai ya fa la bing yuan


Kona smitaðist af fuglaflensunni í Tainan sem er næsta stórborg við Taichung. Yfirvöld ætla að setja upp skilti um allt þar sem fólk er varað við að vera innan um fugla. Það verður gaman að sjá hvort skiltið muni fá svipaða þýðingu og þetta hér fyrir ofan.
Og svo er það nýjasta að útlendingar í GuangZhou (borginni sem Einar býr í) eru beðnir um að passa sig því að bandariska sendiráðið í kína hefur verið að fá hótanir um hriðjuverkaárásir.

Mikið rosalega er ég orðin þreitt á þessum auglýsingarbílum sem vekja mig eldsnemma á hverjum morgni þar sem þeir eru að auglýsa frambjóðendur í borgarstjórnarkosningunum hér í Taichung. Væruð þið ekki hress ef þið mynduð vakna á hverjum morgni við framboðsræðu Gísla Marteins ! Ég er orðin þokkalega pirruð á þessu.
...Ég ætla að byrgja mig upp af eggjum !

Wednesday, November 02, 2005

Það er allt að gerast hér í Taiwan, svo mikið að ég nenni sjaldnast að skrifa um það.

*Það merkilegasta í dag er að Einar er að koma til mín á eftir...spennan er mikil á heimilinu og ís hjartað (Soffía) hefur velt því mikið fyrir sér hvort hún ætti að flytja út á meðan hann er hér...skil ekkert afhverju.

*Ingunn var stoppuð af löggunni um daginn. Stelpan hafði tekið ólöglega beygju og ætlað sér á móti umferð...hún dó þó ekki ráðalaus heldur brosti bara sínu breiðasta framan í lögguna og þóttist ekkert skylja í kínversku. Aumingja löggan vissi ekkert hvað hún gæti annað gert en að brosa bara á móti og hugsaði augljóslega...Ben wai guo ren (heimski útlendingur)

*Svo eru sumir á heimilinu orðnir betri í íslensku en áður og öðrum hrakar...við nefnum þó engin nöfn hér...og vill Ingunn taka það fram að ekki er verið að tala um stafsetningu.

*Á laugardaginn grilluðum við í fyrsta skiptið. Við borðuðum íslenskar SS pylsur sem Hrauns fjölskyldan kom með...það var alveg hreint ágætt.

...og talandi um Hrauns fjölskylduna...þá áttum við frábærar 2 vikur saman hér í Taiwan og Hong Kong.

Ein góð saga er þegar við fórum á ströndina einn daginn:
Við komum á ströndina og töldum okkur vera komin með sæmilega góðan stað til að planta okkur á nema hvað...Tótu langaði til þess að vera meira í næði...ekki alveg ofan í öllu fólkinu því að við ætluðum í sjóinn á meðan hún sólaði sig á ströndinni. Allt í lagi við röltum ströndina endilanga og fundum þennan fína stað með stólum og sólhlífum þar sem að Tóta gæti sólað sig í friði. Kata, Smári, Hannes og Ég hoppuðum því næst út í sjó og fylgdumst með Tótu koma sér vel fyrir. Hún dreifði úr handklæðinu, setti á sig sólarvörn, tók upp bókina og ætlaði að fara að leggjast þegar við heirum þessi ógurlegu öskur og læti. Um það bil 200 skólakrakkar (4-5 rútur) koma hlaupandi niður á strönd og öll framhjá Tótu sem vissi ekkert hvað var að gerast. Svipurinn á henni var æðislegur...frekar hissa...brugðið...átti ekki von á að geta sólað sig í friði.

Við ókum sem sagt hringinn í kringum Taiwan og lentum í ýmsum ævintýrum á leiðinni. Eftir rúma viku í Taiwan flugum við til Hong Kong og fórum einn dag til Macau. Macau er hluti af Kína en var portúgölsk eyja til ársins 1999 (ef mig mynnir rétt) Þar fórum við í spilavíti og borðuðum saltfisk á portúgölskum veitingastað.

...4 tímar í Einsa