Ólafur Hannesson frá Hrauni í Ölfusi er í spænsku skóla í Malaga, hann hefur verið iðinn við að halda þessa fínu dagbók á netinu sem ég hef sérstaklega gaman af að lesa og mæli ég eindregið með að þið kíkið á hvað strákurinn hefur að segja frá ferðalaginu og ekki hika við að gefa smá comment !! Skoða dagbók hér
Annars hef ég það bara fínt...ég skellti mér ásamt staffinu og fleirra góðu fólki á sjómanna ballið í ráðhús kaffi. Það var bara snilld...enda held ég bara að ég hafi skemmt mér manna best....það fór að minnsta kosti ekki á milli mála daginn eftir. Ég vil samt gefa honum Ingvari vini mínum orðu fyrir að reyna að koma mér heim á kristinlegum tíma...sem reyndar tókst ekki hjá honum....hef aldrei verið mikið fyrir að láta ráðskast með mig :)
Ég skrapp í bæinn á föstudaginn og verslaði af mér allt vit....leigði út íbúðina sama dag og fékk allt í einu mikla þörf fyrir að skreppa í búðir...seinna um daginn var ég á rúntinum með Ingvari og Óla niðri í miðbæ og áður en ég vissi af fékk ég FALSKAR TENNUR á húddið á bílnum !!! Það var e-ð par að rífast og kallinn var svo reiður að hann tók út úr sér tennurnar og kastaði þeim í bílinn minn....gaman af þessu.
Ég vaknaði í morgun svo ótrúlega hress og kát...ég dreymdi fullt af skemmtilegum draumum í nótt þar sem að allt mitt líf var að ganga upp....hahaha t.d. fékk ég þær fréttir að ég hefði komist inn í FIH ( tónlistarskólann ) ég fór neblega í inntökupróf þar um daginn og svo var margt fleirra sniðugra sem ég læt ekki út úr mér hér...
Einar hringdi í mig á Föstudags nóttina með leiðinlegar fréttir...Adam vinur okkar frá Bandaríkjunum lenti í slysi á vespunni sinni...hann er samt á batavegi og fer hann til Bandaríkjanna í vikunni til að komast undir læknishendur þar....líklegast skemmtilegri sjúkrahús þar en í Taiwan.
....nú er bara 1 vika þar til að Einar kemur heim ;)
góða nótt
11 Comments:
Óli frændi
Gaman ad heyra ad tú hefur tad gott.
en hvernig gengur ad búa til shake fyrir hafid :)
skemmtu tér og sjáumst seinna.
bless bless
Ingunn
Hahaha....það gengur frekar hægt
Karó
Til hamingju! Gaman að heyra að þér líður svona vel og að lífið brosi við þér :)
Ingunn
.....ummmm þetta var bara draumur !!!! er ekki búin að fá inngöngu !
Maggi
Thegar falskar tennur eru annars vegar, og Ingunn Hrund farin ad skemmta ser otaepilega i Cityinu tha held eg ad thad se ekki seinna vaenna ad eg fari ad drifa mig a klakann til ad halda uppi aga a skellunni
o.veigar
held að þú ættir að gera það sem fyrst maggi minn... setja konuna í taz svo hún róist eitthvað niður
Karó
Ætli það fari ekki á einhvern annan veg?
ingunn
já og ef einhver getur róað mig þá ert það þú .....hlakka til að sjá þig aftur
Bella
Bara að segja "hæ"
Karó
Má ég giska á það að Einar sé kominn heim og þess vegna hafirðu ekki tíma til þess að blogga?
Ingunn
Já mikið rétt !
Post a Comment
<< Home