Aunty Bing Dao

Sunday, June 27, 2004

Ég er búin að vera að velta því mikið fyrir mér undan farna daga hvað ég á að gera í vetur. Hvort ég eigi bara að láta mig hafa það að fara strax aftur til Taiwans til að læra meiri kínversku eða skella mér til spánar í skóla og njóta aðeins lífsins þar. Í þessum hugleiðingum varð mér hugsað til fyrstu dagana okkar Einsa í Taiwan...hvað þeir voru skelfilega erfiðir en skondnir....eitt af því sem mér fannst erfiðast að venjast var það að pissa í þessi göt. Það var alveg sama hvað ég vandaði mig mikið, það fór alltaf eitthvað útfyrir. Einn daginn ákvað ég að ræða þetta vandamál við Einar og sameiginleg niðurstaða varð sú að ég snéri örugglega ekki rétt á gatinu....en svo um daginn fann ég þessa skemmtilegu síðu sem útskýrir með mynd hvernig maður á að nota þessi Asísku klósett....endilega skoðið hana þetta er erfiðara en þið haldið !

5 Comments:

At 8:16 AM, Anonymous Anonymous said...

Maggi sæti
Brill síða, maður verður að gera sér ferð til Asíu - bara til að reyna þessa pisslist, tala nú ekki um númer 2!

 
At 8:17 AM, Anonymous Anonymous said...

Lynja
Þetta venst smátt og smátt og áður en maður veit af vill maður ekki sjá hinsegin salerni

 
At 8:19 AM, Anonymous Anonymous said...

Óli
hehe þú verður að breyta tenglinum á síduna mína.
það er www.folk.is/hafid

 
At 8:28 AM, Anonymous Anonymous said...

Ingunn
Það er alveg rétt ég var farin að fíla þessi klósett

 
At 8:29 AM, Anonymous Anonymous said...

Óli
jæja þú verður að vera duglegri við að skrifa svo að mér leiðist ekki. ps. ég bið að heilsa Einari. vona að þið skemmtið ykkur á Íslandi

 

Post a Comment

<< Home