Í dag ætlum við að skála fyrir Björgólfi og hans fjölskyldu sem veitti mér smá námsstyrk úr minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur...alltaf gaman að fá styrki.
Wednesday, January 31, 2007
Monday, January 22, 2007
Loksins
Þar sem ég ferðast frekar mikið og er fræg fyrir það að vera alltaf á klósettinu, fagna ég þessum fréttum.
Wednesday, January 17, 2007
Allt að gerast !

Ef allt gengur upp verðum við Soffía mín að leiðsegja um Taiwan, Hong Kong og Macau næsta oktober. Þeir sem hafa áhuga er bent á þessa ferðaskrifstofu þar sem ferðin verður seld. Kynning hefst á næstu dögum.
Einar Rúnar flutti til Beijing (Kína) í síðustu viku...ég held reyndar að hann sé í Shang Hai núna, en þar sem að mér finnst hrikalega leiðinlegt að tala í síma, þá er ekkert verið að eyða of miklu í símareikninga...maður er líka orðin svo ráðdeildarsamur ! En þegar ég heyrði í honum síðast var verið að undirbúa skrifstofu fyrir þá í Íslenska sendiráðinu í Peking þar sem þeir verða með aðstöðu til að byrja með...eða þar til að samstarfsaðilinn finnur húsnæði fyrir þá.
Kallinn kemur þó aftur heim í lok febrúar og stoppar í ca 10 daga og svo skrepp ég til Shang Hai í rúmar 2 vikur í Mars. Planið er að hittast þar til að finna íbúð áður en við flytjum þangað í sumar.
Nýjustu fréttir dagsins eru samt þær að Þóra Birna og Dagný...Gísla dætur G, voru að eignast systur í dag. Til hamingju með það.