Ég verð nú að viðurkenna að ég er með stanslausann hnút í maganum þegar ég fer ein út á götu. Shang Hai er ekkert eins og í Taichung-Taiwan, þar sem maður hafði engar áhyggjur og var líklegast allt of kærulaus.
En þar sem Einar var að vinna í gær og mánudaginn og flaug svo til Peking í morgun á fund, verð ég bara að bíta á jaxlinn og vona að allir vondu karlarnir séu hræddir við hvítu sveitarstelpuna sem er komin af Víkingum. Það þýðir víst ekkert að hanga bara inni.
Ég skellti mér því seinnipartinn á Nan Jing Lu sem er aðal verslunargatan hér í Shang Hai. Ég hefði nú getað verslað ýmislegt en þar sem ég var aðallega að hugsa um að verða ekki rænd, strunsaði ég upp og niður götuna og var orðin þokkalega pirruð á sölumönnum í restina. Hey lady you wonna buy shoes, TV ? Já ég vill kaupa sjónvarp, ég skelli því bara á bakið !