Thursday, March 29, 2007
Tuesday, March 27, 2007
Þegar ég flutti heim fyrir ári síðan keypti ég mér 7 mánaðar líkamsræktar kort í Hreyfingu. Ég ætlaði bara að kaupa 1 mánuð fyrst en þegar 7 mánuðir reyndust mikið hagstæðari var skellt sér á það blessaða tilboð. Þar sem ég er búin að vera mikið í Ölfusinu síðustu mánuði var kortið ekki mikið nýtt en í staðin fór ég að æfa í "ræktinni" heima sem er hin mesta snilld. Jæja hvað um það, ég skrifaði sem sagt undir 7 mánaða samning og tekið var af kortinu mínu á hverjum mánuði. Svo nú um áramótin fékk ég sent bréf frá þessu blessaða fyrirtæki þar sem eitthvað stóð um það að kortið mitt væri útrunnið...og svo bara blablabla...ég nennti ekki að lesa meir enda sá ég litla ástæðu til þess því ég ætlaði ekki að skipta við þetta fyrirtæki meir í bráð.
Nú og þar sem ég er ekki mikið fyrir að lesa svona pésa og hvað þá Vísa reikninginn minn sem á það til að vera mjög langur, komst ég að því að þau hjá Hreyfingu hafa tekið út af kortinu mínu á hverjum mánuði eftir að kortið rann út...og hærri upphæð en var vanalega. Ég vissi að sjálfsögðu upp á mig sökina...maður á alltaf að fara yfir vísareikninginn sinn !!! En hvað um það ég hringi í Hreyfingu og þar talaði ég við einhverja stúlku sem var reyndar mjög kurteis og þolinmóð á meðan ég sagði henni hversu ósátt ég væri við það að þau væru enn að taka út af kortinu mínu.
Hún útskýrði fyrir mér að það hafi staðið einhverstaðar í samningnum, meira að segja ekki í smá letrinu...bara í einhverri langri klausu sem fólk eins og ég nennir ekki að lesa þegar það heldur að það sé hvort sem er bara að skrifa undir 7 mánaða samning.
Ég spurði hana hvort ég væri virkilega eina manneskjan sem væri búin að kvarta yfir þessu og hún sagði að ég væri reyndar ekki sú eina.
Niðurstaðan er sú að ég geri mér algjörlega grein fyrir því að þetta sé mér að kenna því ég las ekki allt bréfið sem sent var heim og hvað þá að ég hafi farið yfir vísa reikninginn. En samt sem áður er ég mjög ósátt yfir því að þetta fyrirtæki reyni að græða svona á fólki...þetta virkar í skamman tíma. Ísland er lítið land og svona spyrst út, það er skiljanlegt þegar Kínverjarnir reyna svona brögð!
Héðan í frá ef ég skrifa undir samning upp á ákveðinn tíma, mun ég alltaf passa mig á því að í Stóra letrinu í 10 blaðsíðna klausunni sem fylgir með, standi ekki að þau muni samt halda áfram að rukka mig eftir að tímabilinu líkur !