Aunty Bing Dao

Sunday, September 05, 2004

Hver kannast ekki við daginn sem allt gengur á afturfótunum !!!

Ég og Karólína skruppum á pöbbarölt í gær...það var mjög hressandi...byrjuðum á kaffi og Baily´s á Vegamótum þar sem nýjasta augnakonfekt íslenskra kvenna var staddur. Eftir að hafa fengið einn stórann gervi göndul slengdan framan í mig og barþjónarnir voru hættir að sörvera kaffi og Bailys ( sem ég skil ekki alveg ) ákváðum við að best væri að kíkja e-ð annað. Eitthvað annað ....reyndist svo vera pylsuvagninn þar sem við fengum okkur eina Clinton ( pylsa með sinnepi ) og "hlustuðum" á einhverja leiðindar gaura sem voru svo innilega að reyna að "hösla" okkur með einhverjum leiðindar sögum. Í pulsuvagninum uppgötvaði ég svo að ég væri búin að týna debetkortinu mínu...sem er ekki það skemmtilegasta sem gerist...við ákváðum eftir þetta að fara bara heim að sofa og vakna bara hressar daginn eftir....
.....en daginn eftir...í dag...vaknaði ég ekkert svo rosalega hress...grútmygluð ákvað ég að kíkja í Smáralindina kl 11 í morgun...sem ég hefði kanski ekki átt að gera...þegar ég var að labba inn um snúningshurðina þá sá ég að á hurðinni stóð að búðirnar myndu ekki opna fyrr en kl 13....nú jæja þannig að ég held bara áfram hringinn með helv*#"%$"% hurðinni og ætla bara alla leið út aftur nema hvað helv#%()# hurðin stoppar bara OG ÉG FESTIST inni í hurðinni í 10 mínútur !!! Mér fannst þetta soldið fyndið fyrst ...hélt kanski að þetta væri falin myndavél...reyndi eins og ég gat að brosa bara og vera yfirveguð...ætlaði sko ekki að láta ná mér...en svo fór mér nú að hætta að standa á sama því enginn kom að segja mér að þetta væri falin myndavél og helvítis hurðin HAGGAÐIST EKKI ....en allt fór vel að lokum ég er komin heim búin að fá að borða og komin í sturtu...en kæru vinir ég mun hugsa mig tvisvar um næst þegar ég ætla að fara inn um svona helvítis snúnings hurð !

1 Comments:

At 12:50 PM, Anonymous Anonymous said...

Ingunn
Ja eg verd ad fa tessa sogu i maili :)

 

Post a Comment

<< Home