Ég veit nú varla hvar ég á að byrja....jú kanski ætti ég að byrja á að bjóða bombunni velkomna í heim bloggara...
Menningarnótt var frábær...ég og Karó byrjuðum daginn snemma með morgunmat á laugarveginum og röltum svo um allann bæ í góðum vinahóp...við enduðum svo um kvöldið uppi á Arnarhól með Baily´s kaffi og horfðum á flugeldasýninguna.
Í gær var smá kveðjupartý fyrir Einar hjá Gísla og Oddnýju...sumir sulluðu í sig coniac á meðan aðrir voru duglegir að sauma :)
Já Einsi er semsagt lagður af stað til Kína þar sem hann ætlar að vera að minnsta kosti fram yfir áramót.
Ég keypti flugmiða í gær hann kostaði ekkert svo mikið....bara 114.000 krónur !!! Shitt hvað þetta er dýrt !
Ég legg af stað föstudaginn 10. september...fer til Köben..þaðan til Amsterdam...og þaðan til Bankok...svo enda ég í Taiwan laugardagskvöld 11. september rúmum sólarhring seinna ! Hverjum finnst ekki skemmtilegt að hanga í flugvél í 20 tíma ?
Ég á eftir að redda mér húsnæði en er víst komin inn í skólann...Liz er að leita að herbergi eða íbúð fyrir mig og er hún reyndar sjálf að spá í að flytja úr sinni íbúð..þar sem hún er búin að búa, í 3 daga... hún er eitthvað ósátt við að meðleigjandann sinn, hann vill alltaf horfa á "the weather channel" ég vona að hún flytji ekki strax út úr íbúðinni því hún var búin að lofa mér gistingu fyrstu næturnar mínar í Taichung.
Já ég trúi varla að ég sé að fara aftur til Taiwans...í mengunina, hitann og mannfjöldann !
0 Comments:
Post a Comment
<< Home