Sunday, September 25, 2005

Það voru settar nýjar reglur heima í gær...Alltaf að vera til Bjór í ísskápnum og hvítvín eða rauðvín...ég setti ekki þessar reglur samt !

Nú er ég alveg á fullu að undirbúa komu Íslendingana frá Hrauni. Tóta og Hannes og hjónin Kata og Smári koma eftir 10 daga. Ég þarf sem sagt að klára 3 litlar ritgerðir í Hóla skóla áður en þau koma. Þá get ég verið nokkuð áhyggjulaus yfir lærdómnum. Við ætlum svo að fara yfir til Hong Kong og Maccau í bakaleiðinni. Það er aldrei að vita nema Einar kíki á okkur í Hong Kong.

Það eru búnar að vera skemmtilegar þrumur og eldingar í allan dag, það er nú ekkert sérstaklega spennandi að þurfa að keyra um á vespunni sinni í þannig veðri.

3 comments:

  1. Anonymous12:08 PM

    Tu ert svo saklaus!!!!
    Lynja

    ReplyDelete
  2. Anonymous1:42 PM

    tihihi...ja er alltaf svo saklaus <:)

    ReplyDelete
  3. Anonymous6:12 PM

    þetta eru MJÖG góðar reglur...

    ReplyDelete