Wednesday, April 07, 2004

Það merkilegasta sem búið er að gerast í mínu lífi síðustu daga er að ég bónaði fína nýja bílinn minn í gær og setti hann á sumardekkin !!! Einnig er ég komin með STÚKU miða á Placebo tónleikana. Helgi Rúnar var svo mikill snillingur að redda mér og nokkrum öðrum útvöldum vinum mínum síðustu miðana. Djöfull hlakkar mig til að fara á þessa blessuðu tónleika...reyndar lika Violent femmes og Pixies tónleikana.

Það var líf og fjör eins og venjulega í vinnunni um helgina..en það var ekkert jammað eftir á, reyndar var aðal byttan ekki á vakt þannig að við nýttum tækifærið og fórum beint heim eftir vaktina. Ég veit nú ekki hvort páska helgin verði eins róleg...jammarinn er víst kall laus og þá er nú gott tækifæri til að halda ærlegt partý....hann þarf ekkert að frétta af því ! Annars er ég víst búin að lofa mér sem bílstóra aðra leiðina á Selfoss á morgun...e-ð páska ball...guð hjálpi mér...Elsa og Elli saman í bíl...það verður e-ð skondið...vil engin slagsmál TAKK...þið getið svo bara tekið leigubíl heim...segi ekki meir !

Ég kíkti í bæinn með Tótu og Kötu í dag...við fórum í svona vín leiðangur...sem sagt það er verið að endurbæta vínseðilinn fyrir sumarið og við kíktum í umboðin og fengum ýmsar skemmtilegar prufur...það verður gaman þegar við förum að smakka :)
Ótrúlegt en satt en í kvöld kíkti ég svo á afmælistónleika hjá Lúðrasveitinni...það var hressandi !! Ég og Davíð vorum sammála um að það væri gaman að vera í þessum félagsskap aftur en vorum ekki alveg viss um að við myndum meika eina æfingu :).....en það var að sjálfsögu gaman að hitta gamla félaga aftur...eins og Njörð, Jóa Dodda ofl.

Ég er ekkert búin að heyra frá kallinum mínum frá því á sunnudaginn...ég veit nú ekki hvernig ég á að túlka það...hummmmm !!!


1,716 comments: